LoDo frá Case Logic 14. apríl, 2016 – Birt í: Fréttir – Merki: ,

Ferskt, fágað, framúrstefnulegt – 

LoDo vörulínan frá Case Logic inniheldur bakpoka, töskur og skinn fyrir fartölvur og spjaldtölvur þar sem stíll og nytsemi sameinast í nútímalegri og hagnýtri hönnun.

LoDo vörurnar bjóða upp á geymslukosti fyrir farangur og tæki úr gæða efnum, s.s. alvöru leðri og bómull, og eru vel fóðraðar og veita því vörn gegn hvers kyns hnjaski, rispum eða höggum.

Auðvelt er að skipuleggja vinnudaginn eða ferðalagið með LoDo tösku þar sem rýminu er skipt í þægileg og aðgengileg hólf. Hólf fyrir fartölvur eða spjaldtölvur eru alltaf sérlega örugg og vel fóðruð en yfirleitt eru síðan aukahólf og vasar af ýmsum gerðum þar sem haganlega má koma fyrir öðrum hlutum, t.d. snúrum og hleðslutækjum. Einnig eru oft einkar aðgengilegir vasar utan á töskunum fyrir hluti sem fólk vill geta gripið til með hraði, s.s. síma, veski eða lykla.

Með LoDo býður Case Logic upp á frábærar lausnir fyrir nútímafólk á ferðinni.