Karfa 0

taska.is er vefverslun sem selur hágæða hirslur og hulstur frá Case Logic og Thule fyrir síma, fartölvur, myndavélar, spjaldtölvur, farangur o.fl. Hægt er að panta og ganga frá greiðslu hér á vefsíðunni og við sendum hvert á land sem er, viðskiptavinum að kostnaðarlausu. Fljótlegt og þægilegt.

Allar vörurnar sem taska.is selur er að finna hér á vefsíðunni. Valdar vörur frá okkur eru einnig seldar í Elko, Nýherja og Tölvutek.

Thule_600

Thule er rótgróið sænskt fyrirtæki sem hefur verið starfandi frá 1942 og hannar og framleiðir vörur fyrir fólk á ferðinni. Thule hjálpar þér að ferðast með síma, tölvur, myndavélar og annan farangur á auðveldan og öruggan hátt, hvort sem er innanbæjar eða á lengri ferðalögum. Bakpokar, töskur, hulstur og hlífar frá Thule eru sérlega góðir kostir fyrir útivistarfólk og þá sem lifa athafnasömu lífi.

case_logic_600

Síðan fyrirtækið var stofnað árið 1984, hefur Case Logic lagt kapp á að gera fólki auðveldara að ferðast með hvers konar raftæki. Þar er lögð áhersla á nýsköpun og framþróun í takt við tíðarandann við hönnun á bakpokum, myndavélatöskum, fartölvuhlífum og öðrum hlífðar-og geymslukostum fyrir tækjabúnað. Case Logic vörur eru flottar, þægilegar og handhægar, bæði á ferðalögum og í amstri dagsins.